Velosit viðgerðarkerfi fyrir steinsteypu og múr

Flokkar: , , , , , ,

    Senda fyrirspurn

    Lýsing

    Verklýsing: Brjótið í kringum ryðguð járn og sagið brúnir utan um viðgerðir. Grunnið sárið
    með Velosit CP 201 Sementsgrunni , sérstaklega þar sem sést í járn eða járnagrind. Þar sem
    setja á viðgerðarmúr utan á slétt sár skal kústa CP 201 á flötinn og smyrja viðgerðarmúr í
    blautan grunninn.
    Gerið við viðgerðina með Velosit RM eða SR viðgerðar múrblöndum. Hrærið blönduna vel í
    1-2 mín , látíð standa í sama tíma og hrærið síðan blönduna upp aftur í 1-2 mín. Bætið alls
    ekki vatni í blönduna ef hún fer að stífna heldur hrærið aftur upp í henni eða gerið nýja
    hræru. Þar sem vantar stór stykki í horn eða brotið hefur verið úr steypuhreiðri eða
    ryðskemmdum skal slá upp móti utan um viðgerðina og hella NG 512 eða NG517 þansteypu
    / grautunarsteypu í viðgerðina. Með þessu móti flýtur viðgerðarefnið vel inn í viðgerðina
    með tryggri viðloðun.

    CP 201 Sementsbundinn grunnur
    hrærður út með vatni
    með sérstakri
    tæringarvörn gegn ryði.
    Má láta þorna á fletinum
    eða nota blautt í blautt.

     

     

    RM 203: Viðgerðarmúr, 1-100mm. Góður styrkur og
    viðloðun. Gott að móta
    og vinna upp fyrir sig.
    Vinnslutími 10 – 15 mín
    og fullhart á ca 1 klst.
    Fin kornastærð

     

     

    SR 207 6-100mm
    sterkur viðgerðarmúr
    ( structural grade R4 )
    Hraðþornandi.
    Með tæringarvörnerstakt
    þol gegn sulphate og CO2

     

     

    RM 205 Viðgerðarmúr 6-100mm
    Meðal styrkur ( 45 mpa )
    Grófari kornastærð , gott
    að draga úr og jafna út
    svæði eða leggja í golf
    eða gera við stór svæði.

     

     

     

     

    NG 512 Þansteypa/Steypugrautur
    Rýrnunarlaus
    sementsgrutur /
    þansteypa sem hægt er
    að steypa í mót í þykkum
    viðgerðum og
    steypuhreiðrum